Fréttir

Vinnustofur á Íslandi! 

Samstarfshópur um úrræði í heimilisofbeldismálum hefur sannarlega komist að þeirri niðurstöðu að kki er eingöngu mikilvægt að vinna með þolendum, heldur þurfi gerendur einig mikla hjálp svo uppræta megi ofbeldisástandið.  Á þeim sviðum sem sérfræðingar hafa starfað með gerendum, er mikil þörf á haldbærum úrræðum.  Vikuna 13þ 15. september hittumst allir samstarfsaðilar verkefnisins á Ísafirði, Íslandi. Sólstafir tóku á móti hópnum og var m.a unnin aðgerðaráætlun, uppbyggingarvinna og úrræðin rædd og pússuð til.  Okkar samtök ætla svo að hefja þróunarverkefni fyrir félagsráðgjafa og starfsólk innan félagsmála, þar sem þeir eru oft með fyrsta snertiflöt á fjölskyldums em búa við heimilisofbeldi, en skortir oft þekkingu til að veita aðstoð.  Áætluð verklok eru að vori 2018. Þá mun hópi félagsráðgjafa vera boðið að koma að verkefninu í mótun og framsetningu. 

NORDPLUS Vinnustofur í Svíþjóð
Verkefnið „NOrrænt- Baltneskt samstarf um úrræði fyrir gerendur og þolendur í heimilisofbeldismálum “  er nú nær hálfnað og nú evar komið að samstarfsaðilum frá Svíþjóð að bjóða til fundar.  Fundurinn stóð yfir í 3 daga, fyrstu tveir voru aðallega nýttir til fræðslu og upplýsingagjafar og sá þriðji til innviðavinnu. Þriðjufaginn 28. mars hélt Ragnhild Akerstedt fyrirlestur um störf hennar með börnum sem upplifað höfðu áföll og ofbeldi. Hún kynnti þær aðferðir em nýst höfðu henni í þeirri vinnu. Önnur aðferðin var meðferð í gegnum leik og hin var svokölluð „þrepa“ meðferð.  Súð síðarnefnda er kerfi sem byggir á löngum tíma meðferðar og vinnst hægt og smám saman í lífi þess sem unnið er með. 29 . mars  fengum við fræðslu um aðkomu ríkisins að aðstoð við konur með ólíkan menningarbakgrunn. Til dæmis konur og börn sem flúið hafa stríð, hrakist a´milli heimshluta og eru af mörgum sökum berskjaldaðari fyrir ofbeldi. Erfitt getur verið að ávinna sér traust og skapa andlegt öyggi þessara kvenna og barna þeirra.  Þann 30. mars unnum við svo að uppbyggingu handbókarinnar ásamt því að fípúss grófar hliðar og hnýta lausa enda. Við vonumst til að undirbúning við hhandbókina verði lokið í júní 2017.

Fyrsti fundur í Litháen !

Fyrsti fundur verkefnisins er áætlaður í Litháen 12.-13. okróber í Šiauliai, Litháen.

Samsarfaðilar frá Noregi, Svíþjóð, Liháen og Íslandi hittust til að hefja vinnu við undirbúning, skipulag og leggja línurnar fyrirkomandi vinnu.

Vinnustofur, dagur 1):

1.1 Upphafið, undirritun samnings, ábyrgð skipt á þáttakendur , verkferlar lagðir niður.

1.2 Kynning á þáttakendurm, samtökum þeirra og því starfi sem unnið hefur verið;

1.3 Kynning á stöðu málaflokks í hverju landi, stöðu þolenda ofbeldis og aðkomu ríkisins í hverju landi að málaflokknum.

1.4 Umræða og yfirferð á tólum sem notast verður við. Google drive, heimasíðu verkefnisins osfr.

1.5. Næstu skref verkefnisins!  (Næstu vinnustofur, undirbúningur þangað til, yfirferð tímalínu );

1.6. Endurmat fundarins

Training (Day 2):

1.7. ZISPB vinnustofa um úrræði fyrir gerendur


Heimilisofbeldi er til staðar í hverju einasta samfélagi: Að uppræta það er áskorun í hverju landi óháð menningu, stétt eða trú. Mannréttindaskrifstofa Evrópusambandsins gerði í 28 ESB löndum árið 2014 sem sýnir að í Svíþjóð hafa 32% kvenna eldri en 15 ára upplifað líkamlega og / eða kynferðislega ofbeldi eða ógn af hendi maka. Rannsóknar- og menntastofnun ICE-CCFR í Háskóla Íslands gerði fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins einnig rannsókn á ofbeldi gegn konum árið 2010 komst að þeirri niðurstöðu að 22% kvenna á Íslandi höfðu orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann eftir 16 ára aldur. Í Litháen benda kannanir á að 63,3% kvenna í Litháen hafi verið fórnarlömb kynbundins ofbeldis eftir 16 ára aldur. Þannig eiga Norðurlönd og Eystrasaltsríkin við sömu öfl að etja hvað varðar þennan málaflokk. Það er enn gríðarstór áskorun í nútímasamfélagi þar sem misnotkunarmál eru enn ekki tilkynnt, konur upplifa stöðugt tilfinningalega, líkamlega og andlega þjáningu, og karlmenn halda áfram að skaða með eyðileggjandi hegðun. Þar til tiltölulega nýlega var heimilisofbeldi talið einkamál í flestum ESB-ríkjum og ríkið spilaði aðeins máttlaust og takmarkað hlutverk í úrlausn vandans. Það var ekki fyrr en árið 1990 að ofbeldi gegn konum (alls konar) var sett í flokk brota á grundvallar mannréttindum.

Áhrif ofbeldis á fjölskylduna er víðtækt, það hefur gríðarleg áhrif á börnin sem upplifa það, en einnig á allt nærsamfélagið í kringum fjölskylduna. Heimilisofbeldi getur skilið eftir sig varanlegan ör, bæði sálfræðilega og tilfinningalega, hefur mikil áhrif á framtíð þess sem fyrir því verður og virkni hans/hennar í samfélaginu. Mismunandi aðferðir hafa verið fundnar til að takast á við þetta vandamál. Ýmisskonar þjónusta er til staðar til að mæta þörfum þolenda í slíkum málum og einnit til handa gerendum svo að þeir megi breyta hegðunarmynstri sínu. Þessi þjónusta er veitt af ólíkum einstaklingum. Yfirleitt er ekki unnið með öllum aðilum innan fjölskyldunnar í einu. Staðreyndin er líka sú að það eru efasemdamenn sem trúa því ekki að það sé nauðsynlegt að vinna með gerendum, sem trúa að refsing sé eina leiðin, og að mikilvægt sé að halda þeim algjörlega aðskildum frá vinnu með þolendum. Hins vegar eru vísbendingar um að nærsamfélagsstuðningur sé afar gagnlegur.

Í Bretlandi var gerð stór rannsókn um starf með gerendum, konum og börnum sem upplifað hafa heimilisofbeldi og niðurstöður þeirra sýna að tilfelli endurtekinna ofbeldisverka innan fjölskyldu hafa minnkað um 89%. Einnig lækkaði tíðni alvarlegs líkamlegs ofbeldis og í sumum tilvikum hætti ofbeldið alfarið. (70% kvenna tilkynntu að þær upplifðu ekki ofbeldi eftir að starf í meðferðarúrræðinu hófst). Varanlegar breyting til hins betra í lífi þessara kvenna og barna var umtalsverð (til dæmis mátu félagsráðgjafar í 78% tilvika að börnin væru miklu öruggari) og börnin eru fær um að vera á öruggan hátt með fjölskyldum sínum frekar en að ferðast um innan fósturkerfisins. Svo erum við sannfærð um að til þess að ná fram sjálfbærum og langtíma árangri sé nauðsynlegt að vinna ekki aðeins með fórnarlömbum ofbeldis heldur einnig með gerendum. En til þess að veita góða og fjölbreytta aðstoð er nauðsynlegt að bæta hæfni og auka þekkingu þeirra sem starfa með sérfræðingum á þessu sviði.

Með þessa vitneskju í farteskinu tókum við ákvörðun um að mynda hóp með þverfaglegum aðilum frá öllum hliðum borðsins til að takast á við þessa áskorun. VšĮ Žmogiškųjų išteklių stebėsenos ir plėtros biuras, sem fer með verkefnastjórn, frá Litháen, útfærir þjálfunina „Leiðrétting á ofbeldishegðun“ í sínu landi. Markmiðið með þeirri meðferð er að breyta skaðlegri hegðun og ofbeldi með aðstoð ýmissa aðferða og nálgunar.megináhersla lögð á að til að uppræta ofbeldi og vernda fórnarlambið sé best að stöðva gerandann. Samstarfsaðilarnir frá Íslandi, Solstafir hafa reynslu af því að veita konum sem þjáðst hafa vegna kynferðisofbeldis ráðgjöf og stuðning. Sólstafir hafa tileinkað sér aðferðir og  verkfæri til að hjálpa þolendum að endurheimta fyrri styrk sinn. Samstarfsaðilar frá Svíþjóð, BIIA resource centrum hafa einnig aðferðir til að vinna með börnum sem upplifað hafa heimilisofbeldi. Folkenuniversitetet (FU) frá Noregi hefur svo mikla reynslu af undirbúningi þjálfunar fyrir fullorðna nemendur.